Strandlengjan hreinsuð!

Strandlengjan hreinsuð!
Umhverfisnefnd Rangárþings ytra stóð fyrir strandhreinsun s.l. laugardag þar sem stór hluti strandlengjunnar í Rangárþingi ytra var hreinsuð. Strandlína Rangárþings ytra teygir sig frá útfalli Þjórsár í vestri að útfalli Hólsár í austri. Heildarþyngd þess sorps sem hreinsað var er um tæp 1000 kg. Nánast það eina sem eftir stendur í fjörunni eru leifarnar af Vikartindi. Eftir hreinsunina var boðið uppá súpu í íþróttahúsinu í Þykkavabæ í boði Þykkvabæjar. Það var mál manna að hér eftir verði þessi hreinsun árleg. Strandhreinsun er samnorrænt hreinsunarátak þar sem farið er um fjörur landsins og allt rusl tínt saman en það er gert til að sporna við því að plast brotni niður í fjöruborðinu eða fari á haf út og mengi náttúru og dýralíf.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?