Stuðningfulltrúi óskast við Laugalandsskóla

Stuðningfulltrúi í 80 - 100% starf.

Laugalandsskóli í Holtum óskar eftir jákvæðri og áreiðanlegri manneskju til að sinna stuðning í bekk og gæslu á skólatíma.

Í Laugalandsskóla stunda um 100 nemendur nám. Einkunnarorð skólans eru samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og viðkomandi stéttarfélags. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

Skólastjóri áskilur sér þann rétt að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar veitir Jónas Bergmann Magnússon skólastjóri í síma 8699010.

Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar og skal senda umsóknir ásamt starfsferilskrá í tölvupósti á netfang skólastjóra; jonas@laugaland.is