27. nóvember 2025
Laugalandsskóli í Holtum auglýsir eftir starfsfólki í eftirfarandi stöðu:
Óskað er eftir einstakling, helst karlmanni, sem er tilbúinn að starfa við fjölbreyttar aðstæður bæði inni og úti. Lögð er áhersla á mannleg samskipti bæði við börn og fullorðna.
Meðal verkefna:
- Gæsla á fótboltavelli
- Klefagæsla
- Stuðningur í bekk
- Þrif
Viðkomandi verður að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Jónas Bergmann Magnússon skólastjóri í síma 8699010.
Umsóknarfrestur er til og með 15. desember og skal senda umsóknir ásamt starfsferilskrá í tölvupósti á netfang skólastjóra; jonas@laugaland.is
Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.