Styrkir til afreksfólks í íþróttum hækkaðir

Á nýafstöðnum sveitarstjórnafundi voru samþykktar nýjar reglur um styrkveitingar til afreksfólks í íþróttum, 18 ára og yngri.

Samþykkt var að hækka styrki fyrir æfinga- og keppnisferðir með félagsliði og æfingaferðir með landsliði úr 30.000 í 45.000 og styrki fyrir keppnisferðir með landsliði á opinber mót landsliða úr 50.000 í 70.000.

Reglurnar kveða á um að einstaklingar 18 ára og yngri sem búsettir eru í Rangárþingi ytra geti sótt um styrk vegna æfinga og keppnisferða erlendis. Styrkir þessir eiga við þegar viðkomandi ungmenni þarf sjálft að bera hluta eða allan kostnað vegna ferðarinnar.

Sveitarstjóri hefur heimild til að meta umsóknir og afgreiða styrki samkvæmt þessum reglum í
samræmi við heimildir samþykktrar fjárhagsáætlunar. Styrkur verður aldrei greiddur nema með staðfestingu á þátttöku viðkomandi í ferðinni, s.s. með framlagningu farseðla og kostnaðarreikninga.

Samþykktar reglur má lesa í heild sinni hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?