Styrkjamöguleikar í ferðaþjónustu - Ísland allt árið

Landsbankinn og atvinnuvegaráðuneytið hafa komið á fót þróunarsjóði til þess að styðja við markaðsátakið Ísland allt árið sem er þriggja ára verkefni ætlað er að styðja við lengingu ferðamannatímabilsins á Íslandi.

Heildarframlag stofnenda sjóðsins var 70 milljónir króna á árinu 2012. Samþykkt var áframhald á starfsemi sjóðsins og eru 35 milljónir til úthlutunar árið 2013. Stofnendur sjóðsins ætla honum að taka virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækja og verkefna í ferðaþjónustu sem skapað geta heilsársstörf og aukið þannig tekjur í þessari mikilvægu atvinnugrein.

Stefnt er að  því að nýta vel þá sérþekkingu sem þegar er til í útibúaneti Landsbankans og undirstofnunum atvinnuvegaráðuneytisins (Byggðastofnun, Ferðamálastofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands), til að styðja við einstök verkefni og treysta tengsl sjóðsins við ferðaþjónustuna.

Landsbankinn telur það afar mikilvægt að koma markvisst að uppbyggingu atvinnulífsins í landinu og hefur unnið markvisst með ferðaþjónustunni með þetta að markmiði. Umsóknarfrestur er til og með 23. október 2013. Styrkir að þessu sinni nema 35 milljónum króna.

Á árinu 2012 hlutu 32 verkefni styrki að upphæð alls 70 milljónir króna.

  • Styrkþegar úr fyrri úthlutun 2012
  • Styrkþegar úr síðari úthlutun 2012
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?