Styrktartónleikar fyrir Menningarsalinn á Hellu

Þau félög sem starfa í Menningarsalnum á Hellu og hafa þar aðstöðu munu á sumardaginn fyrsta kl. 14:00 halda styrktartónleika fyrir salinn. Þar koma fram Samkór Rangæinga, Leikfélag Rangæinga, Harmonikufélag Rangæinga, Kvennakórinn Ljósbrá, Kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkna, Karlakór Rangæinga og Karlakórinn Þrestir.

Miðaverð á tónleikana er kr. 2.000,- og er innifalið í miðaverði kaffi og meðlæti að hætti Kvenfélagsins Unnar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?