Styrktartónleikar fyrir Stínu Pálu og Þröst

Loksins er hægt að halda tónleika til styrktar heiðurshjónunum Stínu Pálu og Þresti í Varghól. Fram koma Karlakór Rangæinga undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar og Kvennakórinn Ljósbrá undir stjórn Ingibjargar Erlingsdóttur. Undirleikari á tónleikunum er Glódís Margrét Guðmundsdóttir.

Tónleikarnir verða haldnir á Laugalandi fimmtudaginn 7. apríl og hefjast kl. 20:00.

Miðaverð kr. 3000 en einnig er tekið við frjálsum framlögum, frítt fyrir börn.

Hvetjum íbúa nær og fjær að koma og eiga notalega kvöldstund við ljúfa tóna kóranna og sér í lagi þá sem hafa núþegar lagt málefninu lið.

Viðburðinn á Facebook má nálgast hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?