Sumar í Odda 2013

Sumar í Odda er fimm kvölda menningardagskrá styrkt af Menningarráði Suðurlands á vegum Kirkjukórs Odda og Þykkvabæjar.

Dagskrá sumarsins verður sem hér segir

Oddakirkja 23.maí, kl 20:00, Tríó Þ.Ó.R. (Ómar Diðriksson-Þórir Ólafsson og Rúnar Þór Guðmundsson) flytja flest þekktustu og bestu lög RÍÓ tríósins.

Oddakirkja 6. Júní kl 20:00,  Kvennakórinn Ljósbrá.

Oddakirkja 20. Júní kl 20:00,  Öðlingarnir.

Safnaðarheimili Oddakirkju (Dynskálar 8 Hellu) 4. Júlí kl 20:00, Tinna og Barbora.

Oddakirkja 18. Júlí kl 20:00, Kirkjukórinn og Einar Kárason rithöfundur.

 

Við byrjum nk. fimmtudag kl 20:00 Með Tríó Þ.Ó.R. Þeir félagar ætla að leika fyrir okkur nokkrar helstu perlur RÍÓ tríósins og gera það örugglega með glans eins og þeir eiga vanda til.

 

Miðaverð á alla atburðina er kr: 1.500,- (frítt fyrir börn) og innifaldar eru kaffiveitingar að hætti kórfélaga.

Kór Odda- og Þykkvabæjarkirkna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?