Sumar í Odda - lokatónleikar í kvöld!

Sumar í Odda fimmtudagskvöldið 15.september nk. kl 20:00


Kirkjukór Odda og Þykkvabæjakirkna mun ljúka viðburðaröðinni með blöndu góðra laga úr ýmsum áttum.Verður farið aðeins út fyrir þægindarammann og munu kórfélagar og þeim tengdir syngja einsöng, þannig að dagsskráin verður mjög fjölbreytt.


Við viljum þakka öllum þeim sem komu fram hjá okkur í sumar vegna " Sumars í Odda " og einnig þeim sem komu og hlýddu á þetta flotta listafólk.


Boðið er upp á kaffi og meðlæti eftir tónleika.
Aðgangur er 2000,- og 1500,- fyrir eldri borgara og öryrkja, frítt er fyrir börn yngri en 16 ára.
ATH: Enginn posi á staðnum.

Verið öll hjartanlega velkomin. Kirkjukór Odda og
Þykkvabæjakirkna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?