Sumar í Odda - Tríó Söru Mjallar - Safnaðarheimilinu Hellu

Þann 25. ágúst kemur fram djasstríó Söru Mjallar sem partur af tónleikaröðinni "Sumar í Odda". Tónleikarnir verða haldnir í Safnaðarheimili Oddasóknar á Hellu.

Sara er uppalin á Hellu og lærði í Tónlistarskóla Rangæinga. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún hóf nám í jazzpíanóleik við Tónlistarskóla FÍH. Síðan hafa liðið nokkur ár og hún spilað í ýmsum hljómsveitum og komið fram á jazzhátíðum bæði á Austurlandi og á nýafstaðinni Jazzhátíð Reykjavíkur. Sara lauk framhaldsprófi við FÍH í vor.

Á þessum tónleikum verður flutt blanda af frumsömdu efni og öðrum lögum úr ýmsum áttum.

Tríóið samanstendur af Söru, Ævari Erni Sigurðssyni kontrabassaleikara og Óskari Kjartanssyni trommara sem báðir eru útskrifaðir úr FÍH.


Aðgangur er 3000 kr, 2000 kr fyrir eldri borgara og öryrkja. Frítt fyrir yngri en 16 ára.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?