Sumarhreinsun

Sumarhreinsun
Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. auglýsir sumarhreinsun fyrir íbúa í dreifbýli Rangárvallasýslu
 
Frá miðjum maí og fram í júní mun Sorpstöðin bjóða uppá að hriða járn og timbur heima á bæjum skv. pöntunum líkt og gert var í fyrra.
 
Til að fá heimsókn gámabíls þurfa íbúar á bæjum á svæði Sorpstöðvarinnar að senda tölvupóst strond@rang.is og tilgreina kennitölu, heimilisfang, símanr., úrgangstegund og áætlað magn hennar. Mikilvægt er að hugað sé vel að því að gámabíllinn geti athafnað sig þegar úrgangur er sóttur.
 
Pantanir þurfa að berast fyrir 15. maí 2021 og í kjölfarið verða íbúar upplýstir nánar hvaða daga gámabíllinn verður á hverju svæði.
 
Nánari upplýsingar veitir Ómar verkstjóri á Strönd í síma 4875157, tölvupóstur strond@rang.is
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?