Sumarnámskeið í skemmtilegri listsköpun fyrir 8-13 ára

Tökum okkur rými, málum stærra!

Sumarnámskeið í teiknun og málun af stærri gerðinni. Graffiti tækni og allskonar sköpun með litum og dótaríi sem við gerum sjálf og leitum uppi. Við sýnum afraksturinn á sýningu á 17. júní.

Tökum með okkur smá nesti til að halda dampi.

Leiðbeinandi er Guðrún Arndís Tryggvadóttir myndlistarmaður tryggvadottir.com

Dagsetning: 12. –  16. júní 2023

8-10 ára - mánudaga til föstudaga kl. 9-12 fyrir hádegi.

11-13 ára - mánudaga til föstudaga kl. 13-16 eftir hádegi.

Hámark: 10 í hvorn hóp
Skráning: www.sportabler.com/shop/rangarthing

Nánari upplýsingar og upplýsingar um fleiri námskeið sem eru á dagskrá í sumar má nálgast í bækling um sumardagskrá barna í Rangárþingi ytra sem kemur út á morgun, 23. maí. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?