Sumri fagnað

Firmakeppni Geysis

Verður haldin á Gaddstaðaflötum Sumardaginn 1. þann 23. apríl. Ef veður leyfir verður keppnin úti, annars inni í höll. Kl. 13:00 verður farin hópreið frá hesthúsahverfinu á Hellu, riðið að Lundi og tekin nokkur lög fyrir viðstadda. Að því loknu verður riðið niður á völl þar sem keppni hefst kl. 14:00. Byrjað verður á Pollaflokki þar sem verður þrautabraut og allir fá verðlaun. Svo verður keppt verður í Barnaflokki, Unglingaflokki og Karla- og Kvennaflokki. Eftir keppni verður boðið upp á grillaðar pylsur í hesthúsahverfinu.

Geysismenn hvetja alla til að taka þátt í þessum degi, og sérstaklega bæjarbúa til að fylgjast með hópreiðinni, taka lagið með hópreiðarfólki við Lund og fylgjast svo með keppninni.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?