Sumrinu fagnað að Hellum í Landsveit

Veðrið var einsog best var á kosið þegar fjöldi manns fagnaði sumrinu að Hellum í landsveit. Fjölskyldan að Hellum bauð heim í samstarfi við nágranna sína í Landsveitinni. Local Travel sem eru dagsferða- og viðburðafyrirtæki og Hellisbúann sem selur kjötafurðir beint frá býli.

Bærinn Hellar dregur nafn sitt af manngerðum Hellum í hlíðum Skarðsfjalls, sá stærsti Hellnahellir, stundum kallaður sönghellirinn er lengsti manngerði hellir á Íslandi.

Jóhanna Hlöðversdóttir ábúandi á Hellum sagði frá hellinum á sinn einstaka hátt og minntist þar á sögur af Írskum munkum, hversu vel hellirinn hefur staðið af sér jarðskjálfta, þjóðsögur og svo nýtingu hellisins almennt. Margrét sem nýverið hefur stofnað dagsferða- og viðburðarfyrirtækið Local travel sagði sögur og söng svo í Hellnahelli og var sú upplifun engu lík.

Það verður virkilega gaman að fylgjast með uppbyggingu Hellisins sem áfangastaðs fyrir ferðamenn og mun hann án nokkurs vafa verða með vinsælustu áfangastöðunum á suðurlandi.

Fleiri myndir eru aðgengilegar hér:

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?