Sundlaugarvörður óskast á Hellu

Laust er til umsóknar starf sundlaugarvarðar í íþróttamiðstöðinn á Hellu með gæslu í karlaklefa. Um 100% starf í vaktavinnu er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf í ágúst 2025.

Starfssvið:

  • Öryggisgæsla við sundlaug og sundlaugarsvæði
  • Klefavarsla og baðvarsla
  • Afgreiðsla, önnur þjónusta og þrif

Hæfnikröfur:

  • Góð samskiptahæfni
  • Rík þjónustulund
  • Tölvukunnátta
  • Hreint sakavottorð

Umsækjendur þurfa að ljúka námskeiði í skyndihjálp og standast sundpróf laugarvarða skv. reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Með umsókn skal skila ferilskrá og kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjenda. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á ragnar@ry.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til og með 20. Júní 2025.

Upplýsingar um starfið veitir Ragnar Jóhannsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 770-8281 eða í tölvupósti á netfangið ragnar@ry.is