12. júní 2025
Alvarleg bilun kom upp í sundlauginni á Laugalandi í rafmagnsleysinu sem varð 10. júní síðastliðinn og af þeim sökum verður hún lokuð á meðan viðgerð stendur yfir.
Óljóst er hversu langan tíma tekur að koma henni í gagnið að nýju en líklegt er að hún verði lokuð út júní hið minnsta.
Beðist er velvirðingar á þessu.