Sunnlensk ferðaþjónusta – tölum saman

Sunnlensk ferðaþjónusta – tölum saman

Miðvikudaginn 23. október verður haldið málþing um sunnlenska ferðaþjónustu. Málþingið verður haldið í tengslum við ársþing SASS og haldið á Hótel Heklu. Áhersla verður á samræðu milli hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Suðurlandi. Með erindi á málþinginu verða Sandra Brá Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri Friðar & Frumkrafta, Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundarstjóri verður Ásborg Arnþórsóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu. Pallborðsumræður verða í lok málþingsins.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.  Skrá sig á málþingið hér

Dagskrá ferðamálaþings

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?