Sveitagrill Míu við Sundlaugina á Hellu - Sprotafyrirtæki

Sveitagrill Míu við Sundlaugina á Hellu - Sprotafyrirtæki

Eins og flestir hafa tekið eftir sem leið hafa átt um Útskála á Hellu hefur veitingavagni í amerískum anda verið komið fyrir við Sundlaugina.  Hér er á ferðinni "Sveitagrill Míu" en á bakvið framtakið eru hjónin Stefanía Mía Björgvinsdóttir og Stefán Ólafsson sem búa á Hellu.  Sveitagrillið hefur hlotið talsverða athygli og verið fjallað um í fjölmiðlum.  Þeim hjónakornum Stefaníu og Stefáni er óskað til hamingju með stofnun þessa nýja rekstur og vonandi mun verkefnið ganga vel til langrar framtíðar.

Umfjöllun í fjölmiðlum:


*Mynd með frétt tekin af Facebook-síðu Sveitagrills Míu

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?