Sveitarstjórn Rangárþings ytra hækkar ekki leikskólagjöld og mötuneytisgjald grunnskólanna

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hækkar ekki leikskólagjöld og mötuneytisgjald grunnskólanna

Það er mikil ánægja sveitastjórnar Rangárþings ytra að tilkynna íbúum að ákveðið hefur verið að hækka ekki eftirfarandi gjaldskrár:

Fæðisgjald í leikskólunum, mötuneytisgjald grunnskólanna né gjald fyrir vistun á skóladagheimili. Þetta er framlag sveitarstjórnar Rangárþings ytra til þess að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu, til þess að létta fyrir gerð kjarasamninga og til þess að létta barnafólki róðurinn á erfiðum tímum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?