Ytri-Rangá og brúin sem varð 60 ára í ár.
Ytri-Rangá og brúin sem varð 60 ára í ár.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra staðfesti fjárhagsáætlun 2021-2024 á fundi sínum 10. desember s.l.

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir mjög gott starf við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunarinnar. Jafnframt vill sveitarstjórn nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf á árinu með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

Áætlaðar heildartekjur Rangárþings ytra (A og B hluta) árið 2021 nema alls 2.026 mkr. Rekstrargjöld eru áætluð 1.675 mkr. og þar af reiknaðar afskriftir 131,0 mkr. Fjármagnsgjöld eru áætluð 97 mkr. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 123 mkr.

Veltufé frá rekstri er 304,9 mkr. Í eignfærða fjárfestingu A og B hluta verður varið 353,3 mkr. og afborgun lána 142,5 mkr. Gert er ráð fyrir nýrri lántöku að upphæð 200 mkr. á árinu 2021 vegna hönnunar og framkvæmda við skólasvæði á Hellu. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2021 alls 2.030 mkr og eigið fé 2.272 mkr. Eignir í árslok eru áætlaðar 4.302 mkr.

Framlegðarhlutfall 2021 er áætlað 17,3%

Veltufjárhlutfall 2021 er áætlað 0,78

Eiginfjárhlutfall 2021 er áætlað 0,49

Rekstrarjöfnuður þriggja ára skv. sveitarstjórnarlögum er áætlaður jákvæður um 296 mkr.

Reiknað skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum verður 79,9% á árinu 2021 og skuldahlutfallið 100,2%.

Fjárhagsáætlun og fylgigögn má nálgast hér. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?