20. júní 2025
Fréttir

Framkvæmdasvæðið við Vaðöldu, þar sem vindmyllurnar munu rísa
Árlegur fundur sveitarstjórnar Rangárþings ytra með Landsvirkjun var haldinn nýlega og af því tilefni bauð Landsvirkjun sveitarstjórnarfulltrúum í vettvangsferð.
Fyrst farið á kynningarfund um starfssemi og framkvæmdir á svæðinu sem var haldinn í starfstöð Landsvirkjunar í Búrfelli. Því næst var farið í vettvangsferð að Vaðöldu og framkvæmdir skoðaðar þar sem vindmyllugarðurinn mun rísa. Ferðin endaði svo í Hvammi þar sem Landsvirkjun hefur komið upp starfsstöð.
1: Fundað við Búrfell, 2: Hópurinn við starfsstöðina við Búrfell, 3: Starfsstöðin í Hvammi
Framkvæmdasvæðið við Vaðöldu