Tæming rotþróa í Rangárþingi eystra og Rangárþingi ytra

Byrjað er að tæma rotþrær í Rangárþingi ytra og Rangárþingi eystra. Allar rotþrær verða tæmdar einu sinni á þriggja ára tímabili. Fyrsta svæðið sem byrjað hefur verið á er í Rangárþingi ytra, n.t.t. á Rangárvöllum, og er sú vinna langt komin. Fyrsta svæðið sem byrjað verður að tæma í Rangárþingi eystra er Vestur- og Austur Eyjafjöll, ásamt hluta af Austur Landeyjum. Stefnt er að því að ljúka tæmingu á fyrrgreindum svæðum í byrjun vetrar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?