Á www.map.is/ry er hægt að sjá hvernig tæming skiptist eftir svæðum. Það er gert með því að opna fli…
Á www.map.is/ry er hægt að sjá hvernig tæming skiptist eftir svæðum. Það er gert með því að opna flipann Veitur - rotþrær og haka í tæmingarsvæði.

Vinna við tæmingu rotþróa í Rangárþingi ytra er hafin og verður tæmt í efri hluta Landsveitar og Holtum. (sjá rauða svæðið). Gera má ráð fyrir að vinna standi út ágúst. Ef að einhverjum ástæðum ekki verður hægt að tæma rotþrær vegna læstra hliða eða annarra ástæðna verður haft sambandi við eigendur og þeim stöðum safnað, eigendur upplýstir um gang mála og þrær tæmdar þegar búið er að leysa úr málum.

Mikilvægt er að aðgengi að rotþróm sé gott og að rotþróin sé vel merkt.

Gott er að hafa í huga:

  • Að seyrubíll komist að rotþró vegna trjágróðurs, klippa / grisja ef þarf.
  • Aðgengi að rotþrónni sé gott og stútur sjáist vel, merkja með flaggi
  • Stútur þarf að lágmarki vera 110mm
  • Ekki er hægt að tæma rotþrær ef læst hlið eru á leiðinni.

Hægt er að sjá stöðu losunar á kortasjá Rangárþings ytra (www.map.is/ry) með því að fara á meðfylgjandi slóð og haka í veitur, rotþrær og tæmingarsvæði.

Öllum fyrirspurnum er svarað í síma 4875284 eða á netfanginu ry@ry.is 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?