Þorrablót á Hellu 2026 - fyrsti fundur nefndar 13. október

Formaður þorrablótsnefndar Hellublóts boðar til fyrsta fundar nefndar 13. október kl. 20 í námsverinu á Hellu.

Námsverið er í kjallara Miðjunnar, Suðurlandsvegi 1–3 á Hellu. Gengið er inn á bakvið húsið.

Íbúar við eftirfarandi götur og bæi eru kölluð til að þessu sinni:

 

Götur á Hellu:

Seltún, Sigalda, Skyggnisalda, Snjóalda, Sporðalda, Útskálar, Þingskálar, Þrúðvangur, Öldutún

Lögbýli:

Næfurholt, Oddhóll, Oddi, Selalækur 1, 2, 3 og 4, Selsund, Stokkalækur, Stóra Hof, Sólvellir, Tindasel, Torfur, Uxahryggur, Varmidalur, Vindás, Þingskálar, Öldusel

 

Við hvetjum viðkomandi íbúa til að taka þátt í að halda þorrablótið á Hellu sem verður 14. febrúar næstkomandi!