02. desember 2025
Næstu daga verða tveir heitir pottar og andapollurinn í sundlauginni á Hellu lokaðir vegna viðgerða á stýrisbúnaði í kjallara sundlaugarinnar.
Vonast er til að allt verði komið í lag fyrir helgi og biðjumst við velvirðingar á skertri þjónustu á meðan framkvæmdir standa yfir.