Tilkynning frá Gámaþjónustunni - Blátunnan losuð aftur

Eins og fólk hefur tekið eftir þá hefur Blátunnan ekki verið losuð upp á síðkastið og er ástæðan sú að ekki var aðstaða til að losa bílinn á Hvolsvelli eins og var áður.

Nú hefur Gámaþjónustan hf. fengið aðgang að skemmu sem Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. er með og byrjuðum við á þriðjudaginn 10. september að losa blátunnuna.

Þau ykkar sem eru með uppsafnað blátunnuefni getið fengið bílstjórann til að taka það með í næstu ferð.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?