Tilkynning frá Sorpstöð Rangárvallasýslu

Því miður hefur dregist að fá varahluti í sorpbifreiðina. Hefur því ekki hafist söfnun á pappír og lífrænum úrgangi þessa vikuna. Vonir standa til að hægt verði að fara af stað síðar í dag eða á morgun. Verður því seinkun á losun hjá flestum íbúum þessa vikuna og fram í næstu, en fyrir lok næstu viku verður búið að losa hjá öllum. Afsökum þau óþægindi sem þessi töf veldur.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?