Mynd: Sunnlenska, borun við Laugaland s.l. vetur.
Mynd: Sunnlenska, borun við Laugaland s.l. vetur.

Vegna vinnu við borholu við Laugaland í Holtum þarf að slökkva á dælingu í nærliggjandi vinnsluholu í um viku, frá og með fimmtudeginum 16.ágúst. Ekki er gert ráð fyrir að þetta hafi mikil áhrif hjá viðskiptavinum en búast má við lægra hitastigi á vatni hjá viðskiptavinum austan Laugalands, þar með talið Hellu og Hvolsvelli. Eins og fyrr segir er gert er ráð fyrir að framkvæmdin standi yfir í um eina viku og verður vinnsluholan gangsett aftur að borun lokinni.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?