Tilkynning frá Veitum

Í dag verður lokað fyrir heita vatnið frá kl. 11:00 og til 02:00 eftir miðnætti

Í dag verður gamla lögnin fjarlægð og nýja lögnin hífð á sinn stað á brúnni yfir Ytri-Rangá. Þá annarri akgreininni lokað allan daginn og fyrir alla umferð með hléum. Þetta gætu orðið nokkrar 30-40 mínútna lokanir sem dreifast yfir daginn eftir því hvernig verkinu miðar. Í dag verður lokað fyrir heita vatnið á svæðinu frá Rauðalæk til og með Hvolsvelli. Lokað verður kl. 11:00 og gert er ráð fyrir að heita vatnið verði aftur farið að streyma um 02:00 eftir miðnætti.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?