Tilkynning frá vinnuskóla Rangárþings ytra

Tilkynning frá vinnuskóla Rangárþings ytra

 

Næstkomandi mánudag 8. júní hefst vinnuskólinn. Til að byrja með langar okkur til þess að biðja bæði foreldra/forráðamenn og nemendur að mæta á fund klukkan 09:00 þennan dag, til þess að ræða reglur og skyldur nemenda í vinnuskólanum. Fundurinn verður haldinn í matsal íþróttamiðstöðvarinnar á Hellu. Að loknum fundi er mæting út í áhaldahús og mun vinnuskólinn þá formlega hefjast.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Fyrir hönd vinnuskólans, 
Guðni, Karen og Kristján

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?