Tilkynning um framkvæmdir við hitaveitulagnir á Hellu

Brátt munu Veitur hefja framkvæmdir við að færa hitaveitulagnir í kringum framkvæmdasvæðið við skólann og íþróttamiðstöðina á Hellu.

Í eftirfarandi tilkynningu frá veitum má finna nánari upplýsingar um málið:

Kæru íbúar og aðrir viðskiptavinir

Á næstunni hefjast framkvæmdir í nágrenni ykkar. Veitur þurfa að færa hitaveitulagnir á nýjan stað vegna uppbyggingar á svæðinu. Núverandi lagnir liggja yfir fyrirhugaðan byggingareit. Áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir til loka ágúst á þessu ári.

Verkið verður unnið í tveimur hlutum. Fyrri hluti verður unninn í Þrúðvangi og við gatnamót Þingskála. Það hefst núna í apríl. Sá seinni verður í Útskálum þegar skóla lýkur snemma sumars.

Hjáleiðir verða settar upp og vinnusvæðið girt af til að tryggja öryggi.

Líklegt er að loka þurfi fyrir heita vatnið dagpart þegar nýjar lagnir eru tengdar, en það verður gert með góðum fyrirvara og tilkynnt sérstaklega.

Veitur munu ganga frá yfirborði að verki loknu og leggja áherslu á öryggi vegfarenda og starfsfólks.

Nánari upplýsingar og kort þar sem framkvæmdasvæðið sést er á vef okkar https://www.veitur.is/framkvaemdir/blt1030cd23e41a6fd8

Veitur viðhalda lögnum til að tryggja öllum íbúum nauðsynlega innviði og lífsgæði til framtíðar.

Með kveðju,
starfsfólk Veitna

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?