Tilkynning vegna 50 ára afmælis kvennaverkfalls

Byggðarráð Rangárþings ytra hefur tekið fyrir tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga hvað varðar samstöðufundi undir yfirskriftinni „kvennaverkfall“ föstudaginn 24. október nk. sem samtök kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópa hafa boðað til.

Bókun byggðarráðs er í samræmi við tilmæli Sambandsins og er svohljóðandi:

Byggðarráð Rangárþings ytra beinir því til stjórnenda sveitarfélagsins að þau komi til móts við konur og kvár, þar sem því verður við komið og skapi eftir bestu getu aðstæður á starfsstað og í starfsemi til að sem flest komist á boðaða samstöðufundi. Í þeim tilvikum þar sem það er ekki hægt, starfseminnar vegna, er þeim tilmælum beint til stjórnenda að þeir leiti leiða til að konur og kvár geti með öðrum hætti sýnt samstöðu. Byggðarráð leggur því til að þeim stofnunum eða starfsemi sveitarfélagsins sem eru í þessari stöðu loki kl. 13.00.

Þennan dag verður skólum og leikskólum sveitarfélagsins lokað kl. 13 og sundlaugin á Hellu verður lokuð á milli 13 og 17 en World Class og íþróttahúsið opin á þessum tíma.