Tímamóta styrkur til Rangárþings ytra

Innanríkisráðherra, full­trú­ar fjar­skipta­sjóðs og nokk­urra sveit­ar­fé­laga skrifuðu í dag und­ir samn­inga um styrki fjar­skipta­sjóðs fyr­ir upp­bygg­ingu ljós­leiðara í sveit­ar­fé­lög­un­um til að efla fjar­skipta­sam­band í dreifðum byggðum. Alls var úthlutað 450 m. til 14 sveit­ar­fé­laga til að tengja um 1000 staði með ljós­leiðara eða ídrátt­ar­röri fyr­ir ljós­leiðara. Hæsta styrkinn hlaut Rangárþing ytra eða 118 m króna. Þessi niðurstaða gefur ljósleiðaravæðingu í Rangárþingi ytra byr undir báða vængi.

Frá þessu var greint m.a. hér og á vef Innanríkisráðuneytisins

Auk Ólaf­ar Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra var Arn­björg Sveins­dótt­ir, formaður fjar­skipta­sjóðs, viðstödd und­ir­rit­un­ina ásamt þing­mönn­un­um Har­aldi Benidikts­syni og Páli Jó­hanni Páls­syni sem sátu í starfs­hópi ráðherra um alþjón­ustu í fjar­skipt­um og út­breiðslu há­hraða netteng­inga en Har­ald­ur er formaður hóps­ins.

Inn­an­rík­is­ráðherra sagði við þetta tæki­færi að upp­bygg­ing fjar­skipta­kerfa utan markaðssvæða og þá einkum ljós­leiðara í dreif­býli væri eitt af mark­miðum stjórn­valda sem fram koma í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Und­ir­bún­ing­ur þessa verk­efn­is hefði staðið yfir í nokk­ur miss­eri og nú hæf­ist átakið af krafti. Ljós­leiðara­væðing tryggi íbú­um í dreif­býli netaðgang, styrki þróun byggðanna, efli at­vinnu­líf og geri þau bet­ur í stakk búin til að rækja hlut­verk sitt. Ráðherra sagði ljós­leiðara­teng­ingu hluta af nú­tím­an­um og nauðsyn­legt að lands­menn geti setið við sama borð í þeim efn­um. Með ljós­leiðara væri grunn­kerfi fjar­skipta end­ur­nýjað og þakkaði ráðherra full­trú­um sveit­ar­fé­laga fyr­ir þátt þeirra og áhuga á verk­efn­inu.

Sveit­ar­fé­lög sem fá styrk eru Borg­ar­byggð, Húnaþing vestra, Súðavík­ur­hrepp­ur, Eyja- og Mikla­holts­hrepp­ur, Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður, Blönduós­bær, Húna­vatns­hrepp­ur, Norðurþing, Fljóts­dals­hérað, Sval­b­arðshrepp­ur, Þing­eyj­ar­sveit, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Kjós­ar­hrepp­ur.

Styrkupp­hæðir til hvers og eins sveit­ar­fé­lags eru mjög mis­há­ar, allt frá rúm­um fjór­um millj­ón­um króna og upp í yfir 100 millj­ón­ir og mark­ast af fjölda staða sem tengja á og um­fangi verk­efn­is­ins. Gert er ráð fyr­ir að vinna við teng­ing­arn­ar fari fljót­lega af stað enda hafa sveit­ar­fé­lög­in þegar und­ir­búið verkið að nokkru leyti.

Fram hef­ur komið í sam­skipt­um við sveit­ar­stjóra í tengsl­um við und­ir­bún­ing verks­ins að áfram­hald­andi ljós­leiðara­væðing um land allt hefði já­kvæð áhrif á byggðaþróun og at­vinnu­líf, ýtti und­ir fjölg­un starfa og dragi úr fækk­un fólks í dreif­býli. Þannig væri unnt að auka fjöl­breytni at­vinnu­tæki­færa og styrkja sveit­ar­fé­lög og gera þau bet­ur í stakk búin til að sinna hlut­verki sínu. Einnig kæmi æ skýr­ar í ljós að net­sam­band væri ráðandi þátt­ur í vali um bú­setu og hefði einnig áhrif á verð eigna í dreif­býli.

Við at­höfn­ina sögðu þeir Har­ald­ur og Páll að þessi aðferð að út­hluta fjár­magi eft­ir sam­keppni tryggði að hægt væri að ná stór­um áföng­um og hraða upp­bygg­ing­unni og lýstu þeir ánægju með sam­starfið við fjar­skipta­sjóð og inn­an­rík­is­ráðuneytið. Framund­an væri að ræða reynsl­una af útboðsferl­inu, ræða við sveit­ar­fé­lög og lands­hluta­sam­tök og aug­lýsa næstu áfanga í verk­efn­inu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?