Tjaldsvæði og íþróttahús í Þykkvabæ – rekstraraðili óskast

Aðili óskast til að taka að sér rekstur tjaldsvæðisins í Þykkvabæ allt árið og rekstur íþróttahússins á tímabilinu 1. maí til 31. ágúst.

Viðkomandi þyrfti að taka við umsjón tjaldsvæðisins 1. janúar 2026 og íþróttahússins 1. maí 2026.

Tjaldsvæðið og íþróttahúsið eru leigð út saman frá byrjun maí til loka ágúst sem ein heild og greiðir rekstraraðili leigu fyrir það tímabil og fær í staðinn afnot af aðstöðunni til útleigu til ferðamanna og hópa. Rafmagn er innifalið í leiguverði.

Vakin er athygli á því að leigutaka er skylt að greiða fyrir tilteknum aðgangi að íþróttahúsinu, þ.m.t. til félagsstarfa, æfinga og fundahalds.

Æskilegt er að aðilinn sem tekur þetta að sér búi á svæðinu og mun sveitarfélagið taka tillit til búsetu umsækjenda.

Athygli er vakin á því að forpantanir eru til staðar fyrir 2026 og einhver næstu ára sem nýr rekstraraðili getur gengið inn í.

Samið verður til 5 ára.

Tilboðum um verð og fyrirkomulag skal skilað á netfangið sveitarstjori@ry.is.

Upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 4887000 eða á sveitarstjori@ry.is.

Frá byrjun september til loka apríl er íþróttahúsið í umsjá íþróttamiðstöðvar Rangárþings ytra og er æskilegt að sami aðili geti tekið að sér umsjón hússins yfir þann tíma eftir samkomulagi.