Töðugjöld í Rangárþingi ytra 16. - 17. ágúst 2013

Töðugjöld er bæjarhátíð sem er haldin á Hellu í Rangárþingi ytra í ágúst ár hvert, tveimur helgum eftir verslunarmannahelgi. Meginhluti dagskrárliða, sem stendur yfir í tvo daga, föstudag og laugardag, fer fram á Hellu.

Bænum er skipt upp í fjögur hverfi, hvert með sínum lit og hefur eitt hverfi það hlutverk að skipuleggja hátíðina hverju sinni.  Veittur er farandbikar fyrir best skreytta húsið eða býlið í sveitafélaginu, þannig að hörð samkeppni ríkir í skreytingum.  Á föstudagskvöldi er heimboð þar sem einn ákveðinn litur, sem ekki kom að skipulagningu hátíðarhaldanna, tekur á móti gestum og láta íbúar kyndla loga þar sem gestir eru velkomnir. Í ár tekur bláa hverfið á móti gestum. Bláa hverfið er merkt á myndinni með viðeigandi lit.

Laugardagurinn er yfirleitt pakkaður af dagskrá. Sölu- og markaðstjöld eru opin, fjölmargir leikir og önnur atriði eru yfir daginn fyrir börn, bíla- og tækjasýningar, hellaskoðun og margt fleira er hægt að duna sér bæði í bænum og í nágrenninu.  Um kvöldið er farið í skrúðgöngu um bæinn á skemmtidagskrána sem fer fram á sviði utandyra.  Þar er meðal annars keppt í ýmsum þrautum.  Að dagskrá lokinni er brekkusöngur og glæsileg flugeldasýning á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu og stórdansleikur á eftir.

 

Dagskrá Töðugjalda 2013 er sem hér segir:

Föstudagur 16. ágúst 2013
21:00 - 24:00 - Þorpararölt
Bláa hverfið(Freyvangur, Heiðvangur, Þingskálar og Dynskálar nr. 1-7) tekur á móti gestum og gangandi. Gestir eru velkomnir þar sem kerti/kyndill logar fyrir utan heimili.

 

Laugardagur 17. ágúst 2013
Kl. 10:00 - Göngumessa
Sr. Guðbjörg Arnardóttir flytur okkur Guðs orð. Að því loknu verður gengið um gamla þorpið á Hellu í fylgd með Unni Þórðardóttur og Braga Gunnarssyni. Mæting við styttu Þorsteins Björnssonar á árbakkanum. Kaffi og meðlæti á tilboðsverði hjá Kökuval(í Miðjunni) að lokinni göngu.


Kl. 12:00 - 17:00

  • Ratleikur fjölskyldunnar (skráning kl. 13.00 í anddyri íþróttahússins).
  • Sölubásar við íþróttahúsið á Hellu. Umsóknir sendist á elvaa@internet.is.
  • Hoppukastalar fyrir börn á öllum aldri.
  • Bílasýning heimamanna.
  • Andlitsmálun barna.
  • Barnaskemmtun með Ingó Veðurguð, Einari Mikael töframanni.
  • Hæfileikakeppni barna.

 

Kl. 20:30
Skrúðgöngur leggja af stað úr hverfum (
gulir-rauðir-grænir-bláir). Allir íbúar og gestir hvattir til að vera með. 

Litaskipting hverfa: Grænt - neðra þorp og sveitin vestan við ána. Blátt - Heiðvangur, Freyvangur, Leikskálar og hluti Dynskála. Rautt - Sandurinn vestan við Langasand ásamt Þykkvabæ. Gult - sandurinn austan við Langasand og sveitin austan við Hellu.



21:00 - 23:00 - Kvöldvaka
Kvöldvaka á sviði við íþróttavöll: Kynning Ingó veðurguð. Hverfi keppa í stauraboðhlaupi, pokahlaupi og stígvélakasti. Veitt verða verðlaun fyrir best skreytta húsið/býlið. Harmonikkuleikur, söngur, frumflutningur Töðugjaldalags 2013.
Brekkusöngur í umsjón Ingó, flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu og fleira.

Minnt er á dansleik, að lokinni skemmtidagskrá, með hljómsveitinni Túrbó-bandinu í Árhúsum. Vegleg verðlaun frá Húsasmiðjunni ásamt farandbikar verða veitt fyrir best skreytta húsið/býlið í sveitarfélaginu. Fyrirtæki og dreifbýli hvött til að vera með. Tilnefningar sendist á netfangið disukot@visir.is

Dómnefnd er skipuð verðlaunahöfum síðustu fjögurra ára.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?