Tómstundanámskeið UMF Heklu

Íþrótta og Tómstundanámskeið verður á vegum Umf. Heklu í 3 vikur í sumar, frá 4. – 22. Júní á virkum dögum frá kl. 8.00 til 12.00. Ef næg þátttaka verður, er möguleiki á að námskeiðið lengist um viku eða jafnvel vika í ágúst.  Vinsamlegast látið vita af áhuga á lengingu námskeiðs við skráningu.

Fjölbreytt dagskrá verður fyrir krakka í bekkjum 1-7 í grunnskóla (fæðingar ár 2005 – 1999). Hver vika fyrir sig mun kosta kr. 4.000 og veittur er 50% systkinaafsláttur.

Umsjónamenn námskeiðsins verða Þórunn Inga Guðnadóttir og Andri Björnsson.

Skráning fer fram í matsalnum í íþróttarhúsinu á Hellu fimmtudaginn 31.5. frá kl. 17.00 til 19.00. Þá er líka tekið við skráningum og greiðslu (peningar – enginn posi).

Nánari upplýsingar gefur Guðmundur í síma 868-1188

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?