Tómstundanámskeið UMF Heklu

Íþrótta og tómstundanámskeið verður á vegum Umf. Heklu í 3 vikur í sumar, frá 3. – 21. Júní  á virkum dögum frá kl: 8.00 til 12.00. Ef næg þátttaka verður er möguleiki á að annað námskeið verði í 2 vikur í ágúst. Vinsamlegast látið vita af áhuga við skráningu.

Fjölbreytt dagskrá verður fyrir krakka í bekkjum 1-7 í grunnskóla (fæðingar ár 2006 – 2000).Boðið verður m.a. uppá Íþróttir, kofasmíði, sund, hjólreiðar, gönguferðir, leiklist, grillveislu og fl.

Hver vika fyrir sig mun kosta kr: 5.000,- systkinaafsláttur verður veittur 50% fyrir annað og þriðja barn. Ef allar vikurnar eru greiddar við skráningu er verðið 12.000 kr.

Umsjónamenn námskeiðsins verða: Þórunn Inga Guðnadóttir og Rúnar Hjálmarsson.

Skráning fer fram í matsalnum í íþróttarhúsinu á Hellu fimmtudaginn 30.5. frá kl. 17.00 til 19.00.  Þá er líka tekið við skráningum og greiðslu (vinsamlegast hafið með peninga).

Nánari upplýsingar gefur: Guðmundur Sími:868-1188

Áburðarsala

Við viljum minna á að enn er til áburður sem Umf. Hekla er með til sölu á 3.000 kr fötuna.Þeir sem áhuga hafa á því að styrkja gott málefni og fá áburð á góðu verði geta  pantað  hjá Guðríði í síma: 566-8599,897-6986 eða póstfang hoppa@internet.is.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?