Tómstundanámskeið UMF. Heklu 3.-21. Júní 2013

Leikjanámskeið var haldið fyrstu þrjár vikurnar í júní og var þátttaka það góð að ákveðið var að fjölga leiðbeinendum og kom Gabríela Oddsdóttir inn með þeim Þórunni Guðnadóttur og Rúnari Hjálmarssyni. Þá lagði vinnuskóli Rangárþings ytra lagt til aðstoðarfólk eins og verið hefur undanfarin ár.

Í ár sóttu um 60 börn, á aldrinum 6-12 ára námskeiðið og hafa þau aldrei verið fleiri. Þrátt fyrir mun flóknara skipulag vegna aukins fjölda þátttakenda og að knattspyrnuiðkendur þurftu reglulega að bregða sér á æfingar tókst námskeiðið mjög vel.  Fjölbreytt dagskrá var í boði og má þar nefna kofasmíði, frjálsar íþróttir, handbolti, fótbolti, körfubolti og brennó. Einnig var mikið litað, farið í hjólatúr, rútuferð inní Fljótshlíð, bangsadag og margt fleira. Svo þegar sundlaugin opnaði aftur eftir lagfæringar komumst við loks í sund. Þó að veðrið hefði alveg mátt vera betra á leikjanámskeiðinu fengum við þó glampandi sól og blíðu síðasta daginn þegar slegið var upp grillveislu fyrir alla á leikjanámskeiðinu. Krakkarnir voru virk í öllu sem var gert og stóðu sig frábærlega.

Stefnt er að tómstundanámskeiði í ágúst ef næg þátttaka næst og verður það auglýst þegar nær dregur.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?