Matís stendur fyrir námskeiði í umbúðahönnun matvara og framsetningu þeirra.

Námskeiðið verður haldið 28.maí frá kl.18:00-21:00 í Fjölheimum á Selfossi

Verð kr.5.000 - skráning: ingunn@matis.is

Fyrirlesarar eru Ingunn Jónsdóttir vöruhönnuður og stöðvarstjóri matarsmiðjunnar á Flúðum og Gunnþórunn Einarsdóttir matvælafræðingur og verkefnastjóri verkefnisins “Ný norræn matvæli”.

Farið verður yfir hvað það er sem skiptir máli þegar kemur að umbúðum, merkingum og framsetningu matvara. Hvað er nauðsynlegt að komi fram á umbúðunum og hvað er það sem gerir eina vöru áhugaverðari en aðra. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?