Umhverfisverðlaun 2015

Umhverfisverðlaun Rangárþings ytra árið 2015 voru afhent við skemmtilega athöfn í Miðjunni á Hellu nú í kvöld. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum en það er Umhverfisnefnd sveitarfélagsins sem hefur veg og vanda af valinu.

Verðlaun fyrir fallegan og vel hirtan garð í þéttbýli hlutu þau Ragnheiður Skúladóttir og Þröstur Jónsson á Heiðvangi 16 á Hellu.

Verðlaun fyrir  fyrir snyrtilega aðkomu og vel hirtan garð í dreifbýli þar sem stundaður er landbúnaður hlutu þau Halldóra Hafsteinsdóttir og Markús Ársælsson í Hákoti Þykkvabæ.

Verðlaun fyrir snyrtilega aðkomu og vel hirt umhverfi á lögbýli hlutu þau Erla Möller og Sigurður Kr. Sigurðsson á Gilsbakka á Rangárvöllum.

Verðlaun fyrir góða umgengni og snyrtimennsku við fyrirtæki hlutu þau Emilía Sturludóttir og Gunnar B. Norðdahl á Hótel Læk á Rangárvöllum. 

Það var Anna María Kristjánsdóttir formaður Umhverfisnefndar sem afhenti viðurkenningarnar og glæsilega verðlaunagripina en nefndin stóð samtaka að því að undirbúa samsætið og skapa góða stemmningu á þriðju hæð Miðjunnar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?