Umhverfisverðlaun Rangárþings ytra

Á Töðugjöldum veitti umhverfisnefnd Rangárþings ytra Umhverfisverðlaun. Umhverfisverðalun eru veitt árlega og eru hvatning fyrir snyrtilegt umhverfi, eftirfarandi umhverfisverðalun í ár.

Geitasandur 1, framúrskarandi snyrtimennska og hefur verið til margra ára.

Íþróttamiðstöðin Hellu, viðurkenning fyrir snyrtileg aðkoma við fyrirtæki.

Hólavangur 7, viðurkenning fyrir frábærar endurbætur á húsi og garði, alveg til fyrirmyndar þær breytingar sem öll fjölskyldan tók þátt í að gera.

Árbær, viðurkenning fyrir mög svo snyrtilega aðkomu að íbúðarhúsum og öllu umhverfi við útihúsin. Þar hefur verið stunduð skógrækt um árabil og mikil ræktun skilað góðum árangri og miklu skjóli en passað hefur verið uppá hið fallega útsýni til fjalla og að Árbæjarfossi fengið að njóta sín. Alveg til fyrirmyndar.

Þessir staðir þóttu til fyrirmyndar og eru öðrum hvatning að fallegu umhverfi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?