Ungmennaráð Rangárþings ytra

 

 

 

 

Nú á dögunum var komið á fót Ungmennaráði Rangárþings ytra. Töluvert er síðan Ungmennaráð var virkt í Rangárþingi ytra og því talið tímabært að virkja það á nýjan leik enda mjög mikilvægt að ungmenni finni að rödd þeirra heyrist þegar fjallað er um málefni sveitarfélagsins. Fulltrúar í Ungmennaráði geta verið á aldrinum 14-20 ára. Ungmennaráð er skipað fimm fulltrúum en það eru þau Dagný Rós Stefánsdóttir, Jóhanna Sigrún Haraldsdóttir, Rebekka Rut Leifsdóttir, Þröstur Fannar Georgsson og Stefán Orri Gíslason.

Fyrsta verkefni Ungmennaráðs var að sækja ungmennaráðstefnu á Hvolsvelli sem haldin var dagana 28. og 29. September og var það frábært upphaf að farsælu starfi Ungmennaráðs Rangárþings ytra. Á ráðstefnuna mættu einnig fulltrúar sveitarstjórnar, formaður íþrótta- og tómstundanefndar og markaðs- og kynningarfulltrúi sem jafnframt er starfsmaður Ungmennaráðs. Næstu skref Ungmennaráðs er að halda fund þar sem markmið ráðsins verða skilgreind.

Helstu markmið ráðstefnunnar eru eftirfarandi:
· Að virkja og styðja við ungmennaráð á svæðinu
· Að sveitarstjórnir sjái hin miklu tækifæri sem fylgja öflugu starfi ungmennaráða
· Að hvetja þau sveitarfélög sem hafa ekki nú þegar ungmennaráð hugi að stofnun þess
· Að finna leiðir til að einfalda aðkomu ungs fólks að ákvörðunartökuferlinu og auka áhuga
þeirra á því ferli
· Að huga að gagnabanka/handbók/verkfæri fyrir ungmennaráð á svæðinu þar sem finna má
hagnýtar upplýsingar, ábendingar og góðar leiðir til að koma vinnu sinni á framfæri
· Að stíga fyrstu skrefin að markvissu samtali á milli ungs fólks og sveitarstjórna á öllu
Suðurlandi um mikilvæg málefni sem tengist öllu svæðinu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?