Upphaf framkvæmda á skólasvæði á Hellu

Nú eru að fara í gang umfangsmiklar framkvæmdir í tengslum
við uppbyggingu skólasvæðis á Hellu. Framkvæmdirnar eru áfangaskiptar en 1. áfangi verksins mun standa yfir allt árið
2022. Framkvæmdir við 1. áfanga munu hafa nokkur áhrif hjá íbúum við Laufskála og Útskála en aðkoma að seinni áföngum framkvæmdanna verða hins vegar frá Þingskálum. Til að dreifa álagi og út frá öryggissjónarmiðum þá hefur verið ákveðið að
loka fyrir hringakstur við enda Útskála og beina umferð tengdri framkvæmdum við 1. áfanga, nú á næstu mánuðum, að mestu um Laufskála (sjá kort). Hafist hefur verið handa við að girða af framkvæmdasvæðið þannig að fyllsta öryggis sé gætt þegar framkvæmdir hefjast nú í lok mars 2022.

Áætlaður framkvæmdatími við 1. áfanga er eftirfarandi:

- Jarðvinna apríl/maí (umferð þungavinnuvéla)
- Reising byggingar (maí/júní/júlí)
- Frágangur utan- og innanhús (ágúst til desember)

Við viljum biðjast velvirðingar á því ónæði sem þessar framkvæmdir geta valdið. Við munum gæta fyllsta öryggis við alla aðkomu og óskum eftir góðu samstarfi við þá sem um svæðið fara.

Bestu kveðjur,
Tómas Haukur Tómasson
forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs Rangárþings ytra
s: 894 6655 / tomas@ry.is 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?