Upplýsingafundur í Þykkvabæ – Rangárljós

Upplýsingafundur í Þykkvabæ – Rangárljós

Boðað er til upplýsingafundar vegna lagningar ljósleiðara í Þykkvabæ. Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri fer yfir áætlunina en nú eru að hefjast framkvæmdir við áfanga 8 og 9. Bjarni Jón Matthíasson veitustjóri Vatnsveitunnar mætir einnig til fundarins. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.rangarljos.net.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 9. Mars kl. 20:00 í Íþróttahúsinu í Þykkvabæ.

Allir velkomnir.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?