Upplýsingafundur með foreldrum á Heklukoti

Upplýsingafundur með foreldrum á Heklukoti

Orðsending til foreldra barna á Heklukoti:

Kæru foreldrar.

Efnt verður til fundar með aðilum úr stjórn Byggðasamlagsins Odda, sveitarstjóra, leikskólastjóra og fl. í dag miðvikudaginn 27.febrúar kl. 17:00 í Menningarsalnum á Hellu. Þar munu verða ræddar breytingar innanhúss og fyrirhuguð opnun nýrrar deildar við leikskólann. Hvetjum foreldra til að mæta, fá upplýsingar  og eiga saman opnar og góðar samræður. 

Bestu kveðjur, leikskólastjóri

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?