Best skreytta húsið í Rangárþingi ytra 2022, Hraunalda 1.
Best skreytta húsið í Rangárþingi ytra 2022, Hraunalda 1.

Úrslitin í skreytingakeppni Rangárþings ytra eru ljós eftir fjölda ábendinga frá íbúum.

Við viljum hrósa íbúum sveitarfélagsins fyrir að standa sig virkilega vel í skreytingum í ár og valið á sigurvegara var mjög erfitt.

Vinningshafi fyrir bestu skreytingu á íbúðarhúsi fékk gjafapakka frá Litlu Lopasjoppunni ásamt blómvendi frá Klukkublóm.

Dararat Srichakham tók við verðlaunum fyrir best skreytta húsið. Það voru þær Hlín Magnúsdóttir og Berglind Kristinsdóttir, formaður atvinnu-, jafnréttis- og menningarmálanefndar, sem tóku á móti ábendingum frá íbúum og veittu verðlaunin.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?