Rangárþing ytra auglýsir útboð í jarðvinnu fyrir 3. áfanga stækkunar skólasvæðis á Hellu - Leikskólinn Heklukot.
Verkið felst i jarðvegsskiptum undir nýbyggingu leikskólans Heklukots, grunnlagna og fyllingu innan í og utan með sökklum.
Helstu magntölur eru:
Uppgröftur og flutningur á lausum jarðvegi: 6800 m3
Fyllingar undir og innan í sökkla: 8200 m3
Grunnlagnir: 860 lm
Verklok jarðvegsskipta undir sökkla er 15. desember 2025.
Verklok við fyllingu og lagnir innan og utan sökkla er 15. maí 2026.
Útboðsgögn verða afhent frá og með 12. september 2025 og skal senda ósk um útboðsgögn á netfangið tomas@ry.is
Verklok eru áætluð um miðjan maí 2026.
Tilboðum skal skila inn fyrir kl. 14:00 mánudaginn 29. september 2025 í lokuðu umslagi í afgreiðslu Rangárþings ytra Suðurlandsvegi 1-3 eða á netfangið tomas@ry.is.