Úthlutað úr menningarsjóði Rangárþings ytra

Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd hefur ákveðið hvaða verkefni fá úthlutað úr menningarsjóði Rangárþings ytra haustið 2025.

Menningarsjóður er nú á sínu þriðja starfsári og á þessum stutta tíma hefur hann orðið mikilvægur stökkpallur fyrir menningarlíf í sveitarfélaginu. Umsóknum hefur fjölgað jafnt og þétt, gæði umsókna fara sífellt batnandi og öll verkefnin sem óska eftir styrk eru áhugaverð og verðug stuðnings.

Verkefnin sem hafa fengið styrk til þessa eru afar fjölbreytt. Má þar nefna leikhúsverk, tónleika, söngleik og ljósmyndaverkefni. Við val verkefna er farið í gegnum stigagjöf þar sem hvert verkefni er metið út frá ýmsum þáttum.

Umsóknirnar að þessu sinni voru einstaklega sterkar og spennandi, hver annarri áhugaverðari og allar samfélagslega mikilvægar á sinn hátt.

Í þessari umferð bárust alls 7 gildar umsóknir að upphæð samtals 4.110.000. Verkefnin sem nefndin hefur valið sem styrkþega eru eftirfarandi:

  • Hringur, kór eldri borgara
    • Sækja um styrk til að búa til heimildarmyndband um starfsemi kórsins.
    • Upphæð styrks: 300.000
  • Vox Rangárþing
    • Sækja um styrk fyrir vortónleikum Vox Rangárþing
    • Upphæð styrks: 400.000
  • Leikfélag Rangæinga
    • Sækja um styrk fyrir uppsetningu leikverksins „Klerkar í klípu“
    • Upphæð styrks: 400.000
  • Sara Mjöll Magnúsdóttir
    • Sækir um styrk til að halda útgáfutónleika plötu sinnar „A Place to Bloom“ í heimabyggð
    • Upphæð styrks: 150.000

Nefndin þakkar öllum umsækjendum og óskar þeim öllum alls hins besta með sín verkefni og minnir á úthlutun næsta árs fyrir þau sem ekki hlutu styrk að þessu sinni.