Vantar ykkur duglega sjálfboðaliða í verðug verkefni á árinu 2013?

Veraldarvinir eru íslensk félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtökin voru stofnuð í júní 2001 og hafa frá upphafi haft umhverfismál í öndvegi. Markmið samtakanna er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt. Við nálgumst markmið okkar með alþjóðlegu samstarfi og sjálfboðaliðastarfi og skipulagningu umhverfis- og menningartengdra verkefna í samvinnu við sveitarfélög, fyrirtæki, ferðaþjónustuaðila og frjáls félagasamtök. Veraldarvinir eru brautryðjendur í skipulagningu slíkra verkefna hér á Íslandi.

Við höfum mikinn áhuga á samstarfi við ykkur og getum sent ykkur hópa hvenær sem er á árinu 2013. Frá árinu 2003 höfum við tekið á móti 7.300 erlendum sjálfboðaliðum en árið 2011 voru þeir 1.630 og skiptust í 148 fjölbreytileg verkefni vítt og breytt um landið.

  • Hóparnir eru fjölþjóðlegir og eru yfirleitt 8 til 20 manns í hverjum hópi.
  • Þau dvelja í flestum tilvikum í tvær vikur í senn og vinna sex til sjö tíma á dag fimm daga vikunnar,
  • Þau greiða sjálf undir sig til Íslands.
  • Þeir sem unnið er fyrir sjá hópunum fyrir fæði og húsnæði ( í sumum tilvikum getum við útvegað styrki til þess að greiða hluta af fæðiskostnaði).
  • Gisting í skólum eða félagsheimilum þar sem sofið er á dýnum á gólfi er fullboðleg gisting.
  • Þetta er yfirleitt harðduglegt fólk á aldrinum 20 - 30 ára en aldursmörk eru frá 18 ára og upp úr. Í ár var elsti þátttakandinn 72 ára.
  • Veraldarvinir sjá öllum sjálfboðaliðum fyrir nauðsynlegum tryggingum.
  • Veraldarvinir útvega hópstjóra sem stýra hópunum, yfirleitt eru tveir hópstjórar í hverjum hóp.
  • Verkefnin eru að af ýmsu tagi til að mynda plöntun, grisjun, hreinsun, málningarvinna, lagning og viðgerð göngustíga, stikun og hverskyns vinna sem tengist fegrun og verndun umhverfisins.

Á liðnum árum höfum við plantað 975.000 trjám og hreinsað 2.480 km af strandlengju Íslands.

Sem dæmi um menningartengd verkefni sem við höfum unnið að á síðustu árum má nefna:

  • Blómstrandi dagar í Hveragerði
  • Ljósanótt í Reykjanesbæ
  • Menningarnótt í Reykjavík
  • Danskir dagar í Stykkishólmi
  • Síldarævinýri á Siglufirði
  • Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
  • Bindindismót í Galtalæk
  • Unglistahátíð á Hvammstanga
  • Handverkshátíð í Hrafnagili
  • Markaðsdagur í Bolungarvík
  • Víkingahátíð í Hafnarfirði
  • Víkingahátíð á Þingeyri
  • Iceland airwaves í Reykjavík
  • Ástarvika í Bolungarvík
  • Sumar á Selfossi
  • RIFF kvikmyndahátíð í Reykjavík
  • Bryggjuhátíð á Drangsnesi
  • Kátir dagar á Þórshöfn
  • Lunga á Seyðisfirði
  • Aldrei fór ég suður á Ísafirði
  • Bræðslan Borgarfirði Eystri

Veraldarvinir hafa komið að fjölda umhverfisverkefna um land allt á liðnum árum. Árið 2008 fengum við umhverfisverðlaun LÍÚ fyrir hreinsun strandlengju Íslands og árið 2009 fékk félagið tilnefningu til umhverfisverðlauna Ferðamálastofu ásamt 26 öðrum aðilum.


Hér getið þið séð myndbönd frá nokkrum af verkefnum Veraldarvina á liðnum árum http://www.wf.is/?p=8

Hafið samband við okkur ef þið sjáið grundvöll fyrir samstarfi á árinu 2013, við erum tilbúin til þess að hitta ykkur hvenær sem þið viljið.


Virðingarfyllst,
Sigríður Friðriksdóttir


Veraldarvinir
Hverfisgata 88
101 Reykjavík
s. 5525214 og gsm 8682324
www.veraldarvinir.is
veraldarvinir@veraldarvinir.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?