Vatnsleikfiminámskeið að Laugalandi í Holtum

Á vormánuðum var haldið vatnsleikfimisnámskeið að Laugalandi í Holtum. Námskeiðið var í höndum Maríu Carmenar en hún hefur undanfarið boðið upp á slík námskeið tvisvar á ári, að hausti og vori. Þó tíðarfarið hafi ekki alltaf verið sem best þessa vordaga, létu konurnar engan bilbug á sér finna og nutu þeirrar heilsubótar sem vatnsleikfimin býður upp á sem og slökunar sem vatnið veitir, en síðast en ekki síst þess góða anda sem ríkti í hópnum. Í síðasta tímanum brugðu nemendur námskeiðsins sér á leik og mættu í “furðusundfötum” og fóru í leiki. Eftir tímann var slegið saman í dýrindis máltíð og veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur nemenda á ýmsum sviðum.  Frábært námskeið og bíða nemendur nú spenntir eftir að fara aftur af stað í haust.

Sigrún Björk

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?